spot_img

Halldór Bragason látinn

Halldór Bragason hljóðmeistari og tónlistarmaður varð bráðkvaddur í gær, 67 ára að aldri.

Halldór var fæddur 1956. Hann var um margra ára skeið hljóðmeistari hjá RÚV og kom þar að margskonar verkum, bæði í upptökum og eftirvinnslu, leiknum verkum, heimildamyndum og margskonar almennri dagskrárgerð.

Halldór varð landskunnur sem tónlistarmaður og forsprakki hljómsveitarinnar Vinir Dóra, sem og reglulegrar Blúshátíðar í Reykjavík.

Frétt RÚV um tildrög andláts Halldórs, þar sem fram kemur að það hafi borið að við eldsvoða á Amtmannsstíg í gær.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR