Martin Schlüter ráðinn framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar

Martin Schlüter hefur tekið við starfi framleiðslustjóra á Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Martin hefur lokið háskólanámi sem kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi hjá Deutsche Film und Fernsehakademie skólanum í Berlín. Hann hefur starfað hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands í 17 ár, fyrst sem framleiðslustjóri í eitt ár, síðar sem kvikmyndaráðgjafi í 11 ár og síðastliðin fimm ár sem framleiðandi. Auk þess hefur Martin sinnt sjálfstæðum verkefnum samhliða störfum sínum hjá Kvikmyndamiðstöð sem framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri fyrir íslenska, þýska og alþjóðlega kvikmyndaframleiðslu.

Martin hefur í gegnum störf sín öðlast víðtæka þekkingu á íslenskri kvikmyndagerð, kvikmyndamenningu og hagaðilum ásamt því að hafa góða reynslu af verkefnastýringu, kynningarstarfi og alþjóðlegu samstarfi í kvikmyndageiranum.

Martin tekur við starfi Sigurrósar Hilmarsdóttur, sem starfað hefur sem framleiðslustjóri á Kvikmyndamiðstöð Íslands síðan 2018.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR