Níu Íslendingar tilnefndir til Emmy verðlauna

Alls hljóta níu Íslendingar tilnefningu til Emmy verðlaunanna í ár. Verðlaunin verða afhent þann 15. september.

Atli Örvarsson fær tilnefningu fyrir tónlistina í þáttaröðinni Silo. Atli hlaut BAFTA verðlaun fyrr á árinu fyrir sömu tónlist.

Eggert Ketilsson (Production SFX Supervisor) er tilnefndur fyrir sjónrænar brellur í þáttaröðinni True Detective: Night Country, ásamt Barney Curnow, Jan Guilfoyle, Simon Stanley-Clamp, Manuel Reyes Halaby, Tiago Faria, Panos Theodoropoulos, Cale Pugh og Tim Zaccheo. Serían fær alls 19 tilnefningar.

Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur ásamt Howard Bargroff, Mark Timms og Keith Partridge fyrir hljóðvinnslu í True Detective: Night Country. Skúli Helgi sá um hljóðupptökur (Production Mixer).

Alda Guðjónsdóttir (Location Casting) er tilnefnd ásamt Francine Maisler og Deborah Schildt fyrir leikaraval í True Detective: Night Country.

Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir (make-up) eru tilnefndar í flokknum Outstanding Contemporary Makeup (Non-Prosthetic) fyrir True Detective: Night Country.

Fríða Aradóttir (Personal Hairstylist) er tilnefnd fyrir hárgreiðslu í þáttunum Palm Royale ásamt Karen Bartek, Brittany Madrigal, Cyndra Dunn, Tiffany Bloom og Jill Crosby.

Linda Garðarsdóttir og Rebekka Jónsdóttir (Costume Supervisors) fá tilnefningu fyrir búninga í True Detective: Night Country ásamt Alex Bovaird, Tina Ulee, Giulia Moschioni og Brian Sprouse.

Skoða má allar tilnefningar hér. Bent skal á að Emmy verðlaunin hafa þann háttinn á að tilnefnt og verðlaunað er fyrir stakan þátt í tiltekinni þáttaröð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR