[Stikla] LJÓSVÍKINGAR kemur í bíó í haust

Stikla kvikmyndarinnar Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason er komin út. Myndin er væntanleg í bíó 6. september.

Ljós­vík­ing­ar fjall­ar um æsku­vin­ina Hjalta og Björn sem reka fisk­veit­ingastað í heima­bæ sín­um yfir sum­ar­tím­ann. Þegar þeir fá óvænt tæki­færi til að hafa veit­ingastaðinn op­inn árið um kring til­kynn­ir Björn að hún sé trans kona og muni fram­veg­is heita Birna. Þess­ar breyt­ing­ar reyna á vinátt­una og þurfa þau bæði að horf­ast í augu við lífið á nýj­an hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skipt­ir.

Leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur kvik­mynd­ar­inn­ar er Snæv­ar Sölva­son (Eden, Albatross). Framleiðendur eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Með aðalhlutverk fara Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son, Arna Magnea Danks, Sól­veig Arn­ars­dótt­ir og Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir. Í öðrum helstu hlutverkum eru Helgi Björns­son, Hjálm­ar Örn Jó­hanns­son, Vig­dís Hafliðadótt­ir, Sara Dögg Ásgeirs­dótt­ir, Pálmi Gests­son og Gunn­ar Jóns­son.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR