Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir framleiðslustjóra

Viðkomandi einstaklingur skal hafa faglegan styrk og þekkingu, metnað, frumkvæði, og framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni til að stýra aðkomu stofnunarinnar að framleiðslu og þróun á sviði kvikmyndagerðar.

Segir í auglýsingunni (smelltu hér til að skoða hana í heild sinni):

Framleiðslustjóri ber ábyrgð á, og hefur umsjón með umsóknarferli, framgangi styrkveitinga, og undirbúningi ákvarðana í Kvikmyndasjóð, auk þess að taka þátt í mótun verklags og umbóta í innri ferlum og starfsháttum á afgreiðslu umsókna. Mikilvægt er að viðkomandi geti mótað starfshætti sem uppfylla kröfur vandaðrar stjórnsýslu, um leið og veitt er framúrskarandi þjónusta við umsækjendur til Kvikmyndasjóðs.

Reynsla af kvikmyndagerð, þekking á umhverfi fjármögnunar, samningagerðar, skjalagerðar vegna réttindamála, og á gæðakröfum sem líta að miðlun efnis, er mikilvæg. Ætlast er til að viðkomandi geti átt faglegt samtal við umsækjendur, samstarfsfólk, og aðrar sambærilegar erlendar stofnanir um málefni kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka og afgreiðsla umsókna í Kvikmyndasjóð
  • Samskipti við umsækjendur
  • Mat og greining á kostnaði og fjármögnun
  • Eftirlit með samningum til kvikmyndagerðar, m.a. varðandi réttindamál og fjármögnun
  • Umsjón með tölfræði sem tengist umsóknum og úthlutunum
  • Eftirlit með stöðu sjóðs í samráði við fjármálastjóra
  • Samskipti og samvinna við aðra erlenda sjóði sem styrkja kvikmyndagerð
  • Þátttaka í ýmsum alþjóðlegum vinnuhópum
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mjög góð þekking á íslenskri kvikmyndagerð, kvikmyndamenningu og hagaðilum
  • Reynsla af verkefnastjórnun og kynningarstarfi er kostur
  • Reynsla af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Leiðtogafærni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Áhugi og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Færni í notkun algengra tölvuforrita og góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli. Þriðja tungumál er kostur
HEIMILDIntellecta
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR