Hún var gestur Stockfish árið 1997 þegar hátíðin bar nafnið Kvikmyndahátíð Reykjavíkur (Reykjavík Film Festival).
Kvikmyndir hennar kafa djúpt í líf barna og ungs fólks og eru þemu eins og sorg, sektarkennd, dauði og eftirleikur hans áberandi í hennar verkum. Lítið er um samtöl eða frásagnir í myndunum en í staðinn er lögð áhersla á sjónræna framsetningu, tónlist og hljóðheim til að skapa söguna.
Á hátíðinni verða þrjár myndir eftir Lynne Ramsay sýndar: Ratcatcher, Morvern Callar og We Need to Talk About Kevin.
Lynne verður með Opið spjall 12. apríl.