ÍKSA kallar eftir innsendingum vegna Óskarsverðlaunanna 2024

Nú líður að því að ákvarðað verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2024. Opnað hefur verið fyrir innsendingar til og með 11. ágúst. Tilkynnt verður um framlag Íslands þann 12. september.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍKSA og þar segir ennfremur:

Gjaldgengar eru allar kvikmyndir, 40 mínútur eða lengri, sem frumsýndar eru á Íslandi á milli 1. desember 2022 og 31. október 2023. Skilyrði er að þær hafi verið í almennum bíósýningum að lágmarki 7 daga samfleytt. Nánar um reglurnar hér.

Vakin er athygli á því að senda þarf inn verk sem eiga að koma til greina. Hlekk á innsendingarform er að finna neðst í þessari fréttatilkynningu. Innsendingafrestur er til og með 11. ágúst 2023

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum „besta alþjóðlega myndin“ (Best International Feature Film) verður valið af dómnefnd sem skipuð er aðilum úr stjórnum fagfélaga í kvikmyndaiðnaðinum auk fulltrúa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, kvikmyndahúsa á Íslandi og kvikmyndagagnrýnenda.

Dómnefndina í ár skipa:

  • Silja Hauksdóttir, Samtök kvikmyndaleikstjóra
  • Jón Karl Helgason, kvikmyndatökumaður
  • Björn Þór Vilhjálmsson, kvikmyndagagnrýnandi
  • Guðbergur Davíðsson, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda
  • Steingrímur Dúi Másson, Félag kvikmyndagerðarmanna
  • Þorvaldur Árnason, Samfilm
  • Ólafur Egill Egilsson, Félag leikskálda og handritshöfunda
  • Birna Hafstein, Félag íslenskra leikara
  • Guðrún Helga Jónasdóttir, Kvikmyndamiðstöð Íslands, formaður dómnefndar

Staðfesting þátttöku er jafnframt samþykki framleiðanda þeirrar myndar sem verður valin sem framlag Íslands, á að standa skil á öllum gögnum sem þarf að senda til Óskarsverðlauna Akademíunnar fyrir 2. október 2023.

Tilkynnt verður um framlag Íslands til Óskarsverðlauna þann 12. september 2023.

Innsendingarformið er að finna á heimasíðu Eddunnar.

Innsending Óskarinn

 

HEIMILDEddan.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR