LJÓSBROT Rúnars Rúnarssonar fær rúmar 22 milljónir króna frá Eurimages

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.

Myndin hlýtur styrk upp á 150.000 evrur, eða rúmar 22 milljónir  króna. Verkefnið hefur þegar hlotið styrki og vilyrði úr Kvikmyndasjóði upp á 112,4 milljónir króna hlaut fyrir skömmu 19 milljónir frá Norræna sjóðnum.

Alls eru 33 verkefni í fullri lengd styrkt að þessu sinni, þar af 3 heimildamyndir og 2 teiknimyndir. Heildarúthlutun nemur 9.652.000 evrum.

Í fréttatilkynningu Eurimages segir að af þessum 33 samframleiðsluverkefnum er 18 leikstýrt af konum, eða um 56.36% af heildarúthlutun. Sé horft yfir lengra tímabil, sem nær yfir sex síðustu úthlutanir, er meðaltalið 47%.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR