RÚV og Kvikmyndasafn Íslands vinna þessa dagana að þáttaröð þar sem dregið er fram áhugavert myndefni í fórum safnsins.
Þáttaröðin verður á dagskrá í haust og kallast Perlur í Kvikmyndasafni Íslands. Egill Helgason hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd RÚV en Gunnar Tómas Kristófersson fyrir hönd Kvikmyndasafnsins.