KrakkaRÚV óskar eftir handritum eða vel útfærðum hugmyndum að leiknum þáttaröðum fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Æskilegt er að sögurnar gerist í samtímanum og fjalli á einn eða annan hátt um líf barna og/eða ungmenna.
Með hugmyndum eða handritum skal fylgja stutt lýsing á verkinu þar sem koma fram allar helstu upplýsingar, fjöldi persóna, atburðarás og sögusvið. Einnig ferilskrá þeirra sem að verkinu standa.
Stefnt er á að hefja framleiðslu síðar á þessu ári og að þættirnir verði tilbúnir til sýningar vorið 2024.
Hugmyndir og/eða handrit skal senda inn í gegnum mitt.ruv.is. Skilafrestur er til og með 20. júní 2023.