Smárabíó hefur ákveðið að hætta bíórekstri í Háskólabíói um næstu mánaðamót. Ég ræddi við Konstantín Mikaelsson hjá Smárabíói um ástæður lokunar, bíórekstur eftir Covid og hvernig aðsóknin er að komast í eðlilegt horf.
Uppfært: Smárabíó hefur tekið við bíórekstri og kvikmyndadreifingu af Senu. Nýtt félag, Smárabíó ehf., var stofnað um síðustu áramót og veitir Konstantín Mikaelsson því forstöðu og er einnig hluthafi. Félögin eru semsagt aðskilin, en sami aðili, Jón Diðrik Jónsson, er meirihlutaeigandi beggja.