Garðar Cortes óperusöngvari, stofnandi Íslensku óperunnar og skólastjóri Söngskólans til áratuga, andaðist þann 14. maí, 82 ára að aldri.
Nánar er gerð grein fyrir ævi Garðars hér.
Garðar kom fram í eftirminnilegu hlutverki í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Karlakórnum Heklu (1992). Hlutverkin eru raunar tvö, söngstjórinn Werner og tvíburabróðir hans sem enginn vissi af, þar til fyrrnefndur kór rekst á hann á ferðalagi sínu um Þýskaland.
Hér að neðan má sjá klippu úr þáttaröðinni Ísland: bíóland þar sem fjallað er um Karlakórinn Heklu og kemur Garðar við sögu ásamt Ragnhildi Gísladóttur.