Jörundur Rafn Arnarson og það sem hæst ber í heimi myndbrella

Jörundur Rafn Arnarson er myndbrellumeistari eða visual effects supervisor og hefur sem slíkur komið að tugum innlendra og erlendra verkefna síðustu tuttugu árin. Má þar sem dæmi nefna Dýrið, Gullregn, Héraðið, Game of Thrones, Doctor Strange in the Multiverse of Madness, The Mandalorian auk Triangle of Sadness og Holy Spider sem báðar vöktu mikla athygli á síðasta ári. Ég ræddi við hann um myndbrellufagið og það sem er efst á baugi í þeim heimi, sem að sjálfsögðu er óaðskiljanlegur hluti kvikmyndagerðar.

Umræðuefnin eru þessi meðal annars: Framfarir í myndbrellum síðustu áratugina, hvernig umgangast á myndbrellur, hvað felst í starfi myndbrellumeistarans, hver eru helstu verkfærin, kostir og gallar Unreal Engine og Virtual Production, hvað ber að vara sig á og loks hvernig gervigreind (AI) mun breyta mörgu á næstu árum.

Fyrir þau sem vilja fræðast meira um ýmislegt af því sem rætt er í þessu spjalli má skoða nokkrar klippur fyrir neðan.

Virtual Production og Unreal Engine:

Chroma Ball:

The Volume (The Mandalorian):

The Art of Compositing:

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR