VOLAÐA LAND fær sérstaka viðurkenningu á BFI London Film Festival, einnig verðlaunuð í Ungverjalandi

Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut tvenn verðlaun um helgina, í London annarsvegar og Ungverjalandi hinsvegar.

Myndin hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar BFI London Film Festival fyrir sitt hreina myndmál og vald á miðlinum (“pure cinematic language and formal mastery.”)

Þá hlaut myndin aðalverðlaun Alexandre Trauner Art/Film Festival í Szolnok í Ungverjalandi fyrir leikmyndahönnun Frosta Friðrikssonar. Hátíðin heitir eftir einum kunnasta leikmyndahönnuði Ungverja, Alexandre Trauner, sem átti langan feril í Hollywood og vann meðal annars fyrir Marcel Carné, Billy Wilder, John Huston og ýmsa fleiri.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR