Volaða land Hlyns Pálmasonar hlaut tvenn verðlaun um helgina, í London annarsvegar og Ungverjalandi hinsvegar.
Myndin hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar BFI London Film Festival fyrir sitt hreina myndmál og vald á miðlinum (“pure cinematic language and formal mastery.”)
Þá hlaut myndin aðalverðlaun Alexandre Trauner Art/Film Festival í Szolnok í Ungverjalandi fyrir leikmyndahönnun Frosta Friðrikssonar. Hátíðin heitir eftir einum kunnasta leikmyndahönnuði Ungverja, Alexandre Trauner, sem átti langan feril í Hollywood og vann meðal annars fyrir Marcel Carné, Billy Wilder, John Huston og ýmsa fleiri.