Nýjasti gestur í Leikstjóraspjalli er Lárus Ýmir Óskarsson.
Lárus átti farsælan feril í Svíþjóð og var einn fyrsti íslenski kvikmyndaleikstjórinn til að hljóta viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Farið er um víðan völl: Hugmyndafræði og nálgun leikstjórans, leikaravinna, reynslusögur og góð ráð. Við sögu koma Bergman, Bibi Anderson, David Fincher og fleira gott fólk. Ragnar Bragason ræðir við hann.