Leikkonan Tanja Björk Ómarsdóttir er tilnefnd til Kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna (Canadian Screen Awards) sem leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni Le Bruit des Moteurs, eða Vélarhljóð. Myndin verður sýnd hér á landi á Frönsku kvikmyndahátíðinni.
Tanja leikur íslenska kappaksturskonu og talar frönsku í myndinni. Kanadíska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitir verðlaunin og tilhögun því sambærileg Óskarsverðlaununum, BAFTA, Robert, Guldbaggen og Edduverðlaunum.
Myndin var að hluta til tekin á Íslandi og er leikstjóri hennar, Philippe Grégoire, einnig tilnefndur fyrir bestu leikstjórn en myndin er hans fyrsta í fulltri lengd.
Í myndinni segir af ungum manni, Alexandre, sem lendir í kröppum dansi þegar hann er tengdur kynlífsteikningum sem valda usla í samfélaginu. Hann er leystur tímabundið frá störfum og heldur til heimabæjar síns og kynnist þar Aðalbjörgu, sem Tanja leikur.
Tveir aðrir Íslendingar leika í myndinni, þeir Arnmundur Ernst Björnsson og Ingi Hrafn Hilmarsson.
Hér má sjá stikluna: