Afhendingu Edduverðlauna frestað um óákveðinn tíma og skilafrestur framlengdur til 15. febrúar samkvæmt tilkynningu frá stjórn ÍKSA.
Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
Stjórn ÍKSA hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að fresta þurfi Edduverðlaunahátíðinni enn á ný. Ástæður þess eru þær sömu og síðustu tvö ár, óvissa í samfélaginu vegna Covid 19.
Í ljósi þess ákvað stjórn ÍKSA að frestur til innsendinga verði framlengdur um þrjár vikur, til þriðjudagsins 15. febrúar 2022.
Unnið er að útfærslu og tímasetningu verðlaunaafhendingarinnar í samræmi við þróun mála og tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og viðburðahald.
Með þökk fyrir skilning og þolinmæði.
Stjórn ÍKSA
Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021.
Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp á slóð ÍKSA: http://innsending.eddan.is/
INNSENDINGARVEFUR EDDUNAR
Gjald fyrir innsent verk í aðalflokk Eddunar er kr 25.000 og innsending í flokk fagverðlauna kostar kr 5.000 (verð eru án vsk).
Sjá nánar um reglur Eddunnar hér.