Á nýafstaðinni RVK Fem Film Fest fóru fram umræður þar sem konur í hópi leikstjóra, framleiðenda og annarra sem að kvikmyndagreininni koma ræddu um ýmsar hliðar bransans.
Upptökur frá þessum viðburðum, sem fram fóru í Norræna húsinu þann 15. janúar, má skoða hér.
Leikstjórar spjalla
Þátttakendur: Ísold Uggadóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Uisenma Borchu, Natalija Avramovic og Sol Berruezo Pichon-Rivière (umsjón).
Framleiðendur spjalla
Þátttakendur: Kidda Rokk, Sara Nassim, Ragnheiður Erlingsdóttir og Anna Sæunn Ólafsdottir (umsjón).
Björt framtíð
Þátttakendur: Þóra Einarsdóttir, Steven Meyers, Laufey Guðjónsdóttir, Guðrún Elsa Bragadóttir og Sólrún Freyja Sen (umsjón).