Filmflex, ný innlend streymisveita, býður úrval eldri kvikmynda

Filmflex, ný innlend streymisveita sem leggur áherslu á eldri kvikmyndir með íslenskum texta, fór í loftið í dag 1. desember. Streymisveitan er eingöngu fáanleg á netinu.

Í tilkynningu kemur fram að Filmflex sérhæfir sig í eldri kvikmyndum sem margar nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum, en öll heiti kvikmyndanna sem í boði eru hafa verið íslenskuð eins og tíðkaðist þá.

Filmflex er ekki hefðbundin streymisveita eins og nú almennt þekkist, því ekki er greitt mánaðarlegt gjald fyrir áhorf, heldur er einstök kvikmynd eða þáttur leigt. Leiguverð er frá 290 til 590 krónur og leigutíminn er 48 klst.

Verð fyrir þessa þjónustu er frá 990 – 1590 krónur, en áhorfstíminn er 48 klst frá miðakaupum.

Íslenska sjónvarpsfélagið er rekstraraðili Filmflex.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR