LEYNILÖGGA seld í Evrópu og Asíu

Sölufyrirtækið Alief hefur seld dreifingarréttinn á Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar til ýmissa landa í Evrópu og Asíu. Samningar um dreifingu á Bandaríkjamarkaði eru í vinnslu. Þetta kemur fram í Variety.

Í Evrópu hefur Leynilögga verið seld til þýskumælandi svæða, en myndin opnar Norræna kvikmyndadaga í Lubeck þann 3. nóvember. Myndin hefur einnig verið seld til Spánar.

Í Asíu hafa bæði japanskir og s-kóreskir aðilar keypt dreifingarréttinn.

Viðræður um dreifingu myndarinnar í Bretlandi, annarsstaðar í Evrópu og á bandarískum markaði standa yfir.

Variety gerir því skóna að Leynilögga sé dæmi um það hvernig alþjóðlegar greinamyndir geti verið annar valkostur á móti hefðbundnum listrænum myndum þegar kemur að sölu kvikmynda alþjóðlega, enda séu sölur til efnisveita orðnar álíka raunhæfur möguleiki og sölur til einstakra markaða, sem hingað til hafa verið algengasta leiðin til að koma „erlendum“ myndum á framfæri.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR