Styðja hugmyndir um hækkun endurgreiðslu

Forsvarsfólk nokkurra stærstu kvikmyndafélaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í 35%.

Fréttablaðið skýrir frá, yfirlýsingin er svohljóðandi:

Við styðjum Sigurð Inga til góðra verka
Við undir­rituð, sem erum í for­svari fyrir þrjú af stærstu kvik­mynda­gerðar­fyrir­tækjum landsins, lýsum hér vilja okkar til sam­starfs um á­fram­haldandi upp­byggingu kvik­mynda­gerðar sem arð­skapandi þekkingar­starf­semi á Ís­landi.

Kvik­mynda­klasinn skapar nú þegar hátt í fjögur þúsund bein og af­leidd störf hér­lendis og hefur alla burði til að vaxa og dafna – ís­lensku at­vinnu­lífi, sam­fé­lagi og menningu til heilla. Þennan vaxtar­sprota okkar kvik­mynda­gerðar­fólks þarf að rækta, styrkja og styðja við í sam­ræmi við ný­sam­þykkta kvik­mynda­stefnu sem mennta- og menningar­mála­ráð­herra hefur sett.

Við fögnum yfir­lýsingu Sigurðar Inga Jóhanns­sonar um hækkun á endur­greiðslu af kostnaði við kvik­mynda­gerð á Ís­landi úr 25% í 35%. Slíkt myndi jafna sam­keppnis­hæfni ís­lenskrar kvik­mynda­gerðar og gera okkur kleift að byggja upp að­stöðu og inn­viði á við það sem best gerist.

Við styðjum Sigurð Inga til góðra verka!

Fh. RVK Stu­dios
Baltasar Kormákur

Fh. Pegasus
Lilja Ósk Snorra­dóttir
Er­lendur Cassata
Snorri Þóris­son

Fh. Tru­enorth
Leifur Dag­finns­son

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR