Horfið frá samkomuhöldum vegna Edduverðlauna í ár, afhending verðlauna fer fram í sérstökum þætti á RÚV

Stjórn ÍKSA hefur ákveðið að hverfa frá því að halda fjölmenna samkomu í haust vegna Edduverðlauna vegna stöðunnar í faraldrinum. Í staðinn verður unnin sérstakur þáttur um verðlaunin líkt og gert var í fyrra. Miðað er við að hann verði sendur út um mánaðamótin september-október.

Af þessu tilefni hefur Auður Elísabet Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri ÍKSA sent akademíumeðlimum svohljóðandi skeyti:

Kæra akademía,

Eins og áður var tilkynnt þá höfðum við stefnt á að halda hátíð í haust og gera viðburðinn almennilega.

Engu að síður, miðað við ástandið í dag, þá er ekki annað í stöðunni að koma verðlaununum til verðlaunahafa með öðrum hætti og það sem fyrst. Við verðum því að halda okkur við þær vonir að hægt verði að halda hefðbunda verðlaunahátíð með pomp og prakt árið 2022 – sem yrði þá langþráð alvöru uppskeruhátíð bransans.

Þar sem ákvörðun hefur verið tekin um að halda ekki viðburðinn í ár, hefst nú sú vinna að finna góða leið til að afhenda verðlaunin og hampa öllum tilnefndum verkum í klipptum sjónvarpsþætti sem síðan verður sýndur á RÚV seinnipartinn í haust.

Ef þið lumið á skemmtilegum hugmyndum varðandi Edduþáttinn eða afhendingu verðlaunanna þá ekki hika við að senda mér póst á eddan@eddan.is

Bestu kveðjur
Auður Elísabet Jóhannsdóttir
Framkvæmdastjóri ÍKSA

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR