Lokaþáttur ÍSLANDS: BÍÓLANDS – staðan nú og horfurnar framundan

Í tíunda og síðasta þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um ýmsar þær nýlegu kvikmyndir sem hafa vakið meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr.

Rætt er við hóp erlendra kvikmyndasérfræðinga um árangur íslenskra kvikmynda á alþjóðlegum vettvangi og einkenni þeirra.

Einnig er fjallað um feril Sigurjóns Sighvatssonar framleiðenda í Bandaríkjunum og Baltasar Kormákur ræðir um bæði Hollywood myndir sínar og þær myndir sem hann gerði á Íslandi á síðasta áratug.

Að lokum er farið sérstaklega yfir stöðuna nú og horfurnar framundan.

Fjallað er um eftirfarandi verk í þættinum:

Hross í oss
Kona fer í stríð
Fúsi
Hrútar
Héraðið
Þrestir
Bergmál
Hjartasteinn
Vinterbrødre (Vetrarbræður)
Hvítur, hvítur dagur
Hetjur Valhallar: Þór
Lói – þú flýgur aldrei einn
Djúpið
Eiðurinn

Skoða má alla þætti og allar bíómyndir tengdar þáttunum hér.

Viðmælendur í tíunda þætti eru (í stafrófsröð):

Alissa Simon
Baltasar Kormákur
Benedikt Erlingsson
Dagur Kári
Fréderic Boyer
Friðrik Erlingsson
Friðrik Þór Friðriksson
Grímar Jónsson
Grímur Hákonarson
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðrún Edda Þórhannesdóttir
Gunnar Tómas Kristófersson
Hilmar Sigurðsson
Hlynur Pálmason
Hrönn Kristinsdóttir
Laufey Guðjónsdóttir
Marianne Slot
Marina Richter
Óskar Jónasson
Rúnar Rúnarsson
Sigurður Sigurjónsson
Sigurjón Sighvatsson
Steve Gravestock
Wendy Mitchell
Þórir Snær Sigurjónsson

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR