Skoðaðu nýtt efni á Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur nú bætt við miklu efni á vefinn Ísland á filmu. Vefurinn hefur fengið frábærar viðtökur síðan hann var opnaður fyrir um ári síðan og fengið yfir 540 þúsund heimsóknir.

Nýja myndefnið úr fórum safnsins er af ýmsu tagi og frá öllum landshlutum. Má þar nefna:

Á islandafilmu.is er hægt að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands, allt frá árinu 1906. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands. Þarna er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá mörgum af merkustu atburðum Íslandssögunnar.

Vefurinn er gagnvirkur og opinn öllum en hann býður upp á einstakt tækifæri fyrir kennara í ýmsum námsgreinum til að skoða land og þjóð í lifandi myndum með nemendum sínum. Meðal efnis má finna myndir um þjóðhætti og verklag fyrri tíma, náttúrulíf, mannvirkjagerð, tísku, stjórnmálalíf, atvinnuhætti, listsköpun og þannig mætti lengi telja.

Notendur islandafilmu.is geta valið myndbrot úr efnislista eða fundið staðsetningu á Íslandskorti, smellt á hana og séð myndskeið frá þeim stað. Stutt lýsing fylgir hverju myndbroti en notendum gefst tækifæri á að setja inn athugasemdir eða ábendingar. Þannig getur þekking almennings á stöðum, fólki eða öðru nýst safninu til betri efnisgreiningar. Notendum gefst jafnframt kostur á að deila hlekk beint af islandafilmu.is á samfélagsmiðla í gegn um sérstakan hnapp.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR