ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN tekin upp í júní

Markelsbræður og aðrir aðstandendur Síðustu veiðiferðarinnar hafa nú boðað framhaldsmynd, Allra síðustu veiðiferðina. Stefnan er að hefja upptökur í júní. Morgunblaðið segir frá.

Á mbl.is segir:

Tök­ur fara fram í og við Laxá í Aðal­dal. Samn­ing­ar hafa verið frá­gengn­ir að sögn aðstand­enda mynd­ar­inn­ar. Leik­ara­hóp­ur­inn er öfl­ug­ur eins og í fyrstu mynd­inni, en þeir Þor­steinn Bachmann, Hall­dór Gylfa­son, Þröst­ur Leó Gunn­ars­son, Hjálm­ar Hjálm­ars­son, Hilm­ir Snær Guðna­son, Jó­hann Sig­urðar­son, Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir, Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir og Ylfa Marín Har­alds­dótt­ir verða öll á sín­um stað og í sömu hlut­verk­um. Þá bæt­ist eitt stórt nafn í hóp­inn en það er eng­inn ann­ar en Sig­urður Sig­ur­jóns­son sá öfl­ugi og ást­sæli leik­ari.

Hand­rit ligg­ur fyr­ir og er mynd­in sjálf­stætt fram­hald fyrri mynd­ar­inn­ar. Leik­stjór­ar eru þeir Mar­kel-bræður, Örn Mar­ino Arn­ar­son og Þorkell Harðar­son. Reiknað er með að mynd­in verði frum­sýnd síðla hausts eða í vet­ur.

Lítið er vitað um söguþráð en þó staðfestu Þeir Örn Mar­ino og Þorkell að leik­ar­arn­ir lendi áfram í sjálf­skipuðum vand­ræðum og setji sveit­ina í upp­nám. Ein aðal­per­sóna mynd­ar­inn­ar, Val­ur Aðal­steins fjár­fest­ir, sem Þor­steinn Bachmann leik­ur, er orðinn ráðherra og flækj­ast mál­in þá enn frek­ar.

Síðasta veiðiferðin var vin­sæl­asta kvik­mynd á Íslandi í fyrra og ljóst að fram­halds­ins er beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu.

„Auðvitað er meiri pressa núna en síðast. Við þurf­um að toppa okk­ur og ég hef full­ar vænt­ing­ar til þess að við ger­um það, með þessu ein­valaliði leik­ara og góðu hand­riti,“ sagði Örn Mar­ino leik­stjóri í sam­tali við Sporðaköst. Þorkell, sem einnig leik­stýr­ir mynd­inni tók und­ir með Erni og bætti við að nú væru þess­ar per­són­ur orðnar til í huga býsna margra og því væru mögu­leik­arn­ir nú stærri og fleiri. Hann glotti að lok­um.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR