Samtals voru 8 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2020, miðað við 16 árið 2019.
Þetta er mun minna en tíðkast hefur lengi og má skýra með heimsfaraldrinum sem dró verulega úr möguleikum á samkomuhaldi á árinu.
Fjórar nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (tíu myndir 2019), en ein bíómynd frá fyrra ári var einnig í sýningum. Auk þess voru nokkrar eldri bíómyndir endurútgefnar. Frumsýndar heimildamyndir voru 4 talsins, miðað við 6 árið 2019.
Þrátt fyrir fækkun mynda er aðsókn á íslenskar myndir 2020 mun meiri en 2019. Hún nam 69.586 gestum miðað við 53.835 gesti 2019. Þetta er um 15% aukning milli ára. Lunginn af aðsókninni er á tvær myndir, Síðustu veiðiferðina og Ömmu Hófí.
Aukningin í aðsókn varð þrátt fyrir heimsfaraldur kórónaveiru, tímabundna lokun kvikmyndahúsa og dræma aðsókn restina af árinu. Taka verður fram að 2019 var óvenju slappt ár í aðsókn á íslenskar myndir.
Heildarinnkoma nam um 115 milljónum króna miðað við 76 milljónir króna árið 2019.
Síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Þriðji póllinn.
Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er 17%, sem er mun hærra en nokkru sinni áður. Þetta skýrist meðal annars af mjög takmörkuðu framboði á bandarískum kvikmyndum á árinu.
Tekið skal sérstaklega fram að vegna faraldursins og takmarkana á sýningahaldi ákvað FRÍSK að gefa ekki út árlegt yfirlit yfir almenna aðsókn í kvikmyndahús líkt og venjulega. Þó hefur verið gefið út að samdráttur í aðsókn nam um 60% miðað við árið á undan.
Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2020. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn.
HEITI | DREIFING | TEKJUR | AÐSÓKN | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Síðasta veiðiferðin | Myndform | 61.777.808 | 35.306 | |||||
Amma Hófí | Myndform | 35.880.675 | 22.428 | |||||
Gullregn | Sena | 13.142.134 | 8.509 | |||||
Þriðji póllinn** | Sena | 931.355 | 803 | |||||
Skoppa og Skrítla (2008) - (2020 endurútgáfa) | Samfilm | 555.579 | 668 | |||||
Mentor | Sena | 765.585 | 622 | |||||
Stella í orlofi endurútgáfa (2020) | Sena | 722.180 | 612 | |||||
Agnes (endurútgáfa 2020) | Samfilm | 469.977 | 259 | |||||
Á skjön - verk og dagar Magnúsar Pálssonar**/* | Bíó Paradís | 171.450 | 106 | |||||
Á móti straumnum** | Bíó Paradís | 130.980 | 82 | |||||
Víti i Vestmannaeyjum (2018) (endurútgáfa 2020) | Samfilm | 86.228 | 72 | |||||
Húsmæðraskólinn** | Bíó Paradís | 80.698 | 56 | |||||
Ég er einfaldur maður, ég heit Gleb** | Bíó Paradís | 67.200 | 45 | |||||
Bergmál* | Sena | 32.451 | 18 | |||||
114.814.300 | 69.586 | |||||||
HEIMILD: FRÍSK og BÍÓ PARADÍS | *Frumsýnd 2019, tölur 2020 | **Heimildamyndir |