Tökur enn í gangi þrátt fyrir sóttvarnareglur

Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa náð að halda áfram starfsemi sinni, þrátt fyrir fjöldatakmörk og tveggja metra fjarlægð. Framleiðsludeild RÚV fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu og mega þar 20 manns starfa í hverju rými.

Nokkur kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hafa ákveðið að stöðva starf­semi sína í ljósi núgild­andi sótt­varna­reglna, sem inni­halda tíu manna fjölda­tak­mörk og tveggja metra fjar­lægð­ar­reglu. Önnur hafa hins vegar náð að halda áfram starf­semi sinni með auknum sótt­varna­ráð­stöf­un­um, meðal ann­ars með skipt­ingu mynd­vera í sótt­varna­hólf.

Þetta kemur fram í Kjarnanum og þar segir einnig:

Hlé hjá Sagafilm

Anna Vig­dís Gísla­dótt­ir, fram­leið­andi hjá Sagafilm, segir fyr­ir­tækið hafa gert hlé á þeim kvik­mynda­tökum sem ekki rúm­ast innan tíu manna regl­unn­ar. „Sagafilm hefur átt í mjög góðu sam­starfi við sótt­varna­lækni og ráðu­neytið um reglur sem unnið hefur verið eftir við kvik­mynda­tökur frá því í vor. Við könn­uðum með und­an­þágur þegar þessar nýju reglur tóku gildi en fengum skýr svör að þær yrðu ekki veitt­ar. Við virðum það að sjálf­sögð­u,“ sagði Anna Vig­dís.

Tökur á Ófærð í gangi

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið RVK Studios hefur hins vegar náð að halda áfram tökum á sjón­varps­þátta­röð­inni Ófærð, þrátt fyrir þessar tak­mark­an­ir. Baltasar Kor­mák­ur, leik­stjóri þátt­anna, segir gott sam­starf hafa verið með sótt­varna­yf­ir­völdum á síð­ustu mán­uðum og vísar meðal ann­ars til góðra umsagna lög­regl­unnar á Aust­ur­landi á vinnu­háttum fyr­ir­tæk­is­ins í síð­asta mán­uð­i.

Baltasar bætir við að fyr­ir­tækið vinni með streym­is­ris­anum Net­fl­ix, sem geri miklar kröfur til þess að sótt­varnir séu í lagi, auk þess sem starfs­fólk hans sé hita­mælt dag­lega. Einnig segir hann að hægt hafi verið að halda áfram með upp­tökur í mynd­veri með því að skipta því í mörg sótt­varna­hólf.

RÚV með und­an­þágu

Frétta­stofa og fram­leiðslu­deild RÚV hefur hins vegar fengið und­an­þágu frá núgild­andi sótt­varna­lög­um. Þar mega nú vera allt að 20 manns í hverju rými. Í tölvu­pósti sem starfs­mönnum RÚV barst vegna und­an­þág­unnar kemur fram að fram­leiðslu­deildin sé hluti af því almanna­við­bragði sem er í gangi í ljósi sam­komu­tak­markanna, þar sem „and­lega hlið land­ans“ sé mik­il­vægt hags­muna­mál.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir heil­brigð­is­ráðu­neytið hins vegar að ákveðið hafi verið að veita und­an­þág­una í ljósi þess lög­bundna örygg­is­hlut­verks sem RÚV gegnir í miðlun upp­lýs­inga. Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri segir í sam­tali við Kjarn­ann að und­an­þág­unni sé aðal­lega beitt í frétta­stofu RÚV, en örfá til­vik geti einnig komið fram þar sem óhjá­kvæmi­legt er að fjölga starfs­mönnum í sama rými. Þá bætir hann við að hann telji að fram­leiðslu­deildin hafi ekki enn þurft að nýta þessa heim­ild.

HEIMILDKjarninn
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR