Bryndís Pétursdóttir leikkona lést 21. september síðastliðinn, tæplega 92 ára að aldri. Hún átti nær hálfrar aldar feril hjá Þjóðleikhúsinu en var jafnframt fyrsta íslenska leikkonan til að fara með burðarhlutverk í bíómynd.
Bryndís er fædd 22. september 1928. Hún fór með hlutverk Sigrúnar, kærustu Ingvars (Gunnar Eyjólfsson) í fyrstu íslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Milli fjalls og fjöru (1949) eftir Loft Guðmundsson. Tveimur árum síðar fór hún með aðalhlutverkið í Niðursetningnum (1951) sem Loftur gerði einnig, en þar lék hún Dóru, unga stúlku sem komið hefur verið fyrir á bæ einum, þar sem hún má sæta áreitni og ofbeldi bóndasonarins Snæa (Jón Aðils).
Geislaði af henni í báðum þessum hlutverkum, en löngu síðar tók hún að sér stórt hlutverk af allt öðrum toga í sjónvarpsmyndinni Vandarhögg (1980) eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Hrafn hefur sett myndina á YouTube og má skoða hana hér.
Sjá nánar hér: Bryndís Pétursdóttir leikkona látin – Þjóðleikhúsið