[Stikla, plakat] MENTOR, ný mynd frá Sigurði Anton Friðþjófssyni frumsýnd 24. júní

Ný kvikmynd Sigurðar Anton Friðþjófssonar (Webcam, Snjór og Salóme), Mentor, verður frumsýnd í Senubíóunum 24. júní. Stiklu myndarinnar má skoða hér.

Unglingsstúlkan Beta (Sonja Valdín) skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó (Þórhallur Þórhallsson) sem vann sömu keppni 10 árum áður um aðstoð. Í kjölfarið veikist Húgó af fortíðarþrá, á meðan Beta reynir að sigrast á óörygginu sínu.

Sigurður Anton skrifar handrit og leikstýrir, en með helstu hlutverk fara Sonja Valdín, Þórhallur Þórhallsson, Anna Hafþórsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Gunnar Helgason, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Álfrún Helga Örnólfsdóttir.

Sigurður Anton hefur þetta að segja um myndina:

„Mig hefur langað að gera kvikmynd um uppistand í mörg ár en aldrei fundið nógu áhugaverðan vinkil. Síðan kynntist ég bæði Þórhalli og Sonju og þá datt mér í hug þessi saga um tvær kynslóðir sem mætast. Eftir að hafa gert tvær gamandrama myndir langaði mig líka að gera mynd sem væri algjör grínmynd. Smám saman varð hún dýpri, en kjarninn um að hafa hana létta og brandaramikla hélst.“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR