Bíóhúsin á landinu hyggjast loka í ótilgreindan tíma vegna COVID-19. Að öllu óbreyttu er búist við að fáein kvikmyndahús verði áfram opin í dag en breytingin tekur formlega gildi frá og með morgundeginum.
Þetta kemur fram á vefnum Kvikmyndir.is og þar segir ennfremur:
Þessar fréttir koma í kjölfar hertari aðgerða um samkomubann. Í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hafi ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að takmarka samkomur enn frekar þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður.
Langflest smit eru á höfuðborgarsvæðinu eða 464 þegar þessi texti er ritaður. Á Suðurlandi hefur sýkingum fjölgað mikið síðasta sólarhringinn. Þar hafa 56 greinst með kórónuveiruna og 707 eru í sóttkví. Stærstur hluti þeirra er í Vestmannaeyjum þar sem gripið hefur verið hertra aðgerða og samkomubann er bundið við tíu.
Á undanförnum vikum hafa bíóin fylgt tilmælum stjórnvalda með starfseminni og opnum sýningartímum, til dæmis með því að hafa rúmlega tveggja metra bil á milli sæta og tryggja að fjöldi gesta og starfsfólks verði aldrei meiri en 100 manns á sama tíma
Reikna má með tilkynningum frá kvikmyndahúsum landsins síðar í dag.
Sjá nánar hér: Kvikmyndir.is