[Stikla] Fantasíu- og ævintýramyndin „Goðheimar“ í bíó 11. október

Cecilia Loffredo er Röskva í Goðheimum (mynd: Kasper Tuxen).

Stikla dönsk/íslensku ævintýramyndarinnar Goðheimar hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin fjallar um víkingabörnin Röskvu og Þjálfa sem koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.

Goðheimar er fantasíu- og ævintýramynd sem byggir á samnefndum teiknimyndasögum og teiknimynd eftir Danann Peter Madsen, en hann byggir sögur sínar á Norrænni goðafræði. Goðheimar verður frumsýnd hér á landi þann 11. október.

Myndin er samstarfsverkefni Profile Pictures í Danmörku og Netop Films á Íslandi. Grímar Jónsson, meðframleiðir fyrir hönd Netop Films, leikkonurnar Salóme Gunnarsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir leika Freyju og Sif, Margrét Einarsdóttir er búningahönnuður og Kristín Júlla Kristjánsdóttir sér um hár og gervi. Myndin er að hluta til tekin upp á Íslandi eins og vel sést í stiklunni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR