Heimildamyndin Gósenlandið eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 17. október næstkomandi. Í myndinni er fjallað um íslenska matarhefð og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matarsögu Íslendinga. Söguna segir Elín Methúsalemsdóttir heitin og fjölskylda hennar.
Elín sat sem barn við hlóðirnar í gamla burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla. Dóttir hennar tók síðan við búinu með eiginmanni sínum sem nú gengur það áfram til sonarins.
Hér að neðan má sjá tvær stiklur myndarinnar: