Tugir íslenskra kvikmynda fáanlegar á efnisveitum um alla Evrópu

Það mikla þarfaþing, Lumiere gagnagrunnurinn, sem heldur utan um margskonar upplýsingar um evrópskar kvikmyndir, hefur nú opnað nýja þjónustu, Lumiere VOD, sem sýnir hvar evrópskar kvikmyndir eru fáanlegar á efnisveitum innan álfunnar. Alls má finna 95 íslenska titla í gagnagrunninum.

Sumir þeirra eru reyndar með óbeina tengingu við Ísland, samframleiðslumyndir og annað, en hér má skoða þessa titla.

Af einhverjum ástæðum eru engar íslenskar efnisveitur á lista Lumiere VOD.

Um þessa nýju þjónustu segir á vef Kvikmyndamiðstöðvar:

Framkvæmdastjórn ESB ásamt European Audiovisual Observatory opnuðu í gær nýjan gagnagrunn um evrópskar kvikmyndir, í því skyni að auka gagnsæi varðandi VOD (video-on-demand) þjónustu. Verkefninu er stjórnað af European Audiovisual Observatory sem Creative Europe styður við.

Gagnagrunnurinn gefur bæði almenningi og fagaðilum tækifæri til að sjá hvar sé hægt að nálgast evrópskar kvikmyndir á vefnum.

Gagnagrunnurinn sem kallast LUMIERE VOD hefur að geyma upplýsingar um yfir 35 þúsund evrópskar kvikmyndir sem má finna á VOD leigum í 28 Evrópulöndum. Þar til nú hefur ekki verið til staðar slíkur gagnagrunnur yfir evrópskar kvikmyndir.

Hér má lesa nánar um gagnagrunninn.

Sjá nánar hér: Nýr gagnagrunnur um evrópskar kvikmyndir settur á fót: LUMIERE VOD

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR