Greining | Velta bransans 13,6 milljarðar króna 2018

Velta í framleiðsluhluta kvikmyndagreinarinnar 2018 var tæpir 13,6 milljarðar sem er um 2,1 milljarði króna hærra en 2016 (11,5 milljarðar). Aukningin nemur um 20% milli ára.

Líkt og sjá má af grafinu að ofan er 2018 þriðja veltumesta árið í framleiðslu á kvikmynduðu efni frá upphafi (2012 var veltan 13,5 milljarðar króna).

Hilmar Sigurðsson framleiðandi hjá Sagafilm hefur tekið saman þessar tölur sem byggja á gögnum Hagstofunnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR