Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2018 jókst um 35% miðað við 2017 og nam rúmlega 160 þúsund gestum. Þetta er stærsta ár í aðsókn á íslenskar kvikmyndir síðan 2000. Lof mér að falla er mest sótta íslenska mynd ársins.
Samtals voru 16 íslenskar kvikmyndir og heimildarmyndir sýndar í kvikmyndahúsum, sem er einni færri frá fyrra ári.
Tíu nýjar bíómyndir litu dagsins ljós á árinu (sjö myndir 2016) en ein bíómynd frá fyrra ári var einnig í sýningum. Frumsýndar heimildamyndir voru 6 talsins miðað við 10 árið 2017.
Aðsókn á íslenskar myndir 2018 nam 164,031 gesti í samanburði við 122,591 gest 2017. Þetta er um 35% aukning. Heildarinnkoma nam um 240 milljónum króna miðað við 189 milljónir króna árið 2017.
Lof mér að falla er mest sótta myndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Litla Moskva.
Hlutfall íslenskra kvikmynda var 13,3% af tekjum kvikmyndahúsanna, sem er besti árangur íslenskra kvikmynda síðan árið 2014 (sem þá var einnig 13,3%).
Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2018. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem gæti breytt röðinni lítillega miðað við þann lista sem FRÍSK sendir frá sér þar sem miðað er við tekjur.
Aðsókn á íslenskar myndir 2018
HEITI | DREIFING | TEKJUR | AÐSÓKN |
---|---|---|---|
Lof mér að falla | Sena | 87,008,153 kr. | 52,901 |
Víti i Vestmannaeyjum | Samfilm | 47,712,654 kr. | 35,465 |
Lói - Þú flýgur aldrei einn | Sena | 29,908,088 kr. | 24,185 |
Kona fer í stríð | Sena | 29,379,872 kr. | 19,908 |
Fullir vasar | Sena | 11,959,128 kr. | 8,117 |
Andið eðlilega | Sena | 10,865,001 kr. | 6,855 |
Vargur | Sena | 9,373,536 kr. | 6,372 |
Svanurinn | Sena | 5,803,672 kr. | 4,635 |
Undir halastjörnu | Sena | 5,032,842 kr. | 3,588 |
Litla Moskva ** | Bíó Paradís | 666,800 kr. | 491 |
Undir trénu * | Sena | 780,050 kr. | 489 |
Bráðum verður bylting! ** | Bíó Paradís | 481,600 kr. | 358 |
Söngur Kanemu ** | Bíó Paradís | 226,000 kr. | 193 |
Svona fólk (1970-1985) ** | Bíó Paradís | 241,600 kr. | 188 |
Adam | Bíó Paradís | 157,300 kr. | 146 |
Nýjar hendur - Innan seilingar ** | Bíó Paradís | 136,000 kr. | 114 |
Síðasta áminningin ** | Bíó Paradís | 22,500 kr. | 26 |
SAMTALS | 239,754,796 kr. | 164,031 |
Heimild: FRÍSK | *Frumsýnd 2017, tölur 2018 | **Heimildamyndir.