Greining | „Lof mér að falla“ mest sótta íslenska myndin 2018, mesta heildaraðsókn síðan 2000

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2018 jókst um 35% miðað við 2017 og nam rúmlega 160 þúsund gestum. Þetta er stærsta ár í aðsókn á íslenskar kvikmyndir síðan 2000. Lof mér að falla er mest sótta íslenska mynd ársins.

Samtals voru 16 íslenskar kvikmyndir og heimildarmyndir sýndar í kvikmyndahúsum, sem er einni færri frá fyrra ári.

Tíu nýjar bíómyndir litu dagsins ljós á árinu (sjö myndir 2016) en ein bíómynd frá fyrra ári var einnig í sýningum. Frumsýndar heimildamyndir voru 6 talsins miðað við 10 árið 2017.

Aðsókn á íslenskar myndir 2018 nam 164,031 gesti í samanburði við 122,591 gest 2017. Þetta er um 35% aukning. Heildarinnkoma nam um 240 milljónum króna miðað við 189 milljónir króna árið 2017.

Lof mér að falla er mest sótta myndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Litla Moskva.

Hlutfall íslenskra kvikmynda var 13,3% af tekjum kvikmyndahúsanna, sem er besti árangur íslenskra kvikmynda síðan árið 2014 (sem þá var einnig 13,3%).

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2018. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem gæti breytt röðinni lítillega miðað við þann lista sem FRÍSK sendir frá sér þar sem miðað er við tekjur.

Aðsókn á íslenskar myndir 2018

HEITIDREIFINGTEKJURAÐSÓKN
Lof mér að fallaSena87,008,153 kr.52,901
Víti i VestmannaeyjumSamfilm47,712,654 kr.35,465
Lói - Þú flýgur aldrei einnSena29,908,088 kr.24,185
Kona fer í stríðSena29,379,872 kr.19,908
Fullir vasarSena11,959,128 kr.8,117
Andið eðlilegaSena10,865,001 kr.6,855
VargurSena9,373,536 kr.6,372
SvanurinnSena5,803,672 kr.4,635
Undir halastjörnuSena5,032,842 kr.3,588
Litla Moskva **Bíó Paradís666,800 kr.491
Undir trénu *Sena780,050 kr.489
Bráðum verður bylting! **Bíó Paradís481,600 kr.358
Söngur Kanemu **Bíó Paradís226,000 kr.193
Svona fólk (1970-1985) **Bíó Paradís241,600 kr.188
AdamBíó Paradís157,300 kr.146
Nýjar hendur - Innan seilingar **Bíó Paradís136,000 kr.114
Síðasta áminningin **Bíó Paradís22,500 kr.26
SAMTALS239,754,796 kr.164,031

Heimild: FRÍSK | *Frumsýnd 2017, tölur 2018 | **Heimildamyndir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR