Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason vann til verðlauna á Arctic Open kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 6. – 9. desember í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.
Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þrjár kvikmyndir eftir Dag Kára voru einnig sýndar í sérstökum fókus á leikstjórann. Þær myndir sem urðu fyrir valinu voru; Nói Albinói, Fúsi og The Good Heart.
Vetrarbræður hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna í flokknum „The Arctic As It Is“ en hún var í höndum Maria von Hausswolff. Maria hefur áður unnið með Hlyni en hún tók upp stuttmyndirnar hans; Seven Boats sem kom út árið 2014 og En malersem kom út árið 2014 og hefur hlotið mörg alþjóðleg verðlaun, þar á meðal verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.
Sjá nánar hér: Vetrarbræður vann til verðlauna á Arctic Open