Netflix er ekki að kála kvikmyndahúsum

Ný könnun í Bandaríkjunum sýnir að Netflix og sambærilegar efnisveitur draga ekki úr aðsókn í kvikmyndahús.

Variety skýrir frá þessu og þar kemur meðal annars fram að þeir þátttakendur í könnuninni sem fóru níu sinnum eða oftar í bíó á síðustu 12 mánuðum horfðu á meira streymi en þeir sem fóru 1-2svar á sama tíma, eða um 11 klukkustundir á viku gegn sjö klukkustundum á viku.

Könnunin var gerð að undirlagi Samtaka kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum (NATO), sem hafa um nokkurt skeið lýst áhyggjum sínum af uppgangi efnisveita og auknum þrýstingi á að stytta sýningaglugga kvikmyndahúsa.

Variety skýrir einnig frá því að svo virðist sem neytendur efnisveita kjósi frekar að segja upp áskrift að kapalstöðvum og horfi minna á línulegt sjónvarp.

Sjá nánar hér: Netflix Isn’t Killing Movie Theaters, Study Shows

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR