Þáttaröðin „Flateyjargáta“ í loftið á RÚV

Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.

Árið 1971 snýr Jóhanna aftur til Íslands eftir 10 ára dvöl í París til að jarða föður sinn sem helgað hafði líf sitt rannsóknum á hinni óleystu Flateyjargátu. Gátan er rituð í Flateyjarbók og í 600 ár hefur engum tekist að leysa hana. Með Jóhönnu í för er 9 ára sonur hennar, Snorri. Jóhanna flækist í morðrannsókn á sama tíma og hún reynir að leysa Flateyjargátuna. Hún neyðist til þess að horfast í augu við drauga fortíðar sem elta hana uppi.

Með aðalhlutverkin fara þau Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Jensson, Søren Malling, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Sagafilm framleiðir í samvinnu við Reykjavík Films.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR