„Andið eðlilega“ fær verðlaun í Bandaríkjunum

Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, hlaut Brizzolara Family Foundation verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Hamptons í Bandaríkjunum á dögunum.

Þar tók myndin þátt í Films of Conflict & Resolution hluta hátíðarinnar. Verðlaunin eru meðal annars fimm þúsund dollarar í peningum. Ísold var viðstödd hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Andið eðlilegahefur nú unnið til níu alþjóðlegra verðlauna.

Sjá nánar hér: Andið eðlilega verðlaunuð í Hamptons

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR