„Kona fer í stríð“ vekur sterk viðbrögð í Frakklandi

Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar hefur fengið afar jákvæðar umsagnir og góða aðsókn í Frakklandi en þar er hún nú sýnd í á þriðja hundrað kvikmyndahúsum.

Myndin mun hafa fengið yfir 100 þúsund gesti sem þykir góður árangur fyrir þessa gerð myndar. Þá hefur hún hlotið mjög góða dóma í frönsku pressunni líkt og sjá má af myndinni hér að neðan.

Þá er skemmtilegt að geta þess að myndir þriggja íslenskra leikstjóra má nú finna í frönskum bíóum. Auk myndar Benedikts er Lói – þú flýgur aldrei einn eftir Árna Ólaf Ásgeirsson í sýningum sem og Adrift Baltasars Kormáks.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR