Guðrún Þ. Stephensen leikkona lést í dag, 87 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 29. mars 1931 og var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen.
Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954 og lék síðan í um tvo áratugi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en eftir það hjá Þjóðleikhúsinu.
Guðrún lék í nokkrum fjölda kvikmynda og sjónvarpsverka á ferli sínum. Má þar nefna Morðsögu (1977), Kristnihald undir jökli (1989), Benjamín dúfu (1995), Dansinn (1998) og Regínu (2001), auk sjónvarpsverkanna Gullna hliðið (1984), Fastir liðir eins og venjulega (1985) og 20/20 (2001).
Sjá nánar hér: Andlát: Guðrún Þ. Stephensen leikkona – mbl.is