
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Vilnius í Litháen sem lauk um helgina. Elliott Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að ný rödd í heimi listrænna bíómynda sé komin fram.