[Stikla] „Adrift“ eftir Baltasar Kormák

Sam Claflin og Shailene Woodley í Adrift.

Stikla kvikmyndarinnar Adrift í leikstjórn Baltasars Kormáks var opinberuð í dag og má skoða hér. Shailene Woodley og Sam Claflin fara með aðalhlutverk en myndin, sem byggð er á sannri sögu, er væntanleg 1. júní næstkomandi.

Ungt par hyggst sigla skútu yfir Kyrrahafið en lendir í fellibyl 2.500 km frá næstu strönd þar sem stúlkan rotast. Þegar hún vaknar sér hún að báturinn og siglingatækin eru í rúst, mastrið horfið og kærastinn sömuleiðis ásamt björgunarbátnum. Við afar þröngan kost bíður hennar því hörð glíma við óblíð náttúruöflin á úthafinu, en henni tekst að halda lífi í 41 dag þegar hún finnur loks strendur Hawaii.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR