
Þrír menn, útskriftarmynd Emils Alfreðs Emilssonar úr Kvikmyndaskóla Íslands, hlaut á dögunum verðlaun fyrir besta handritið á ISFF Cinemaiubit hátíðinni í Rúmeníu sem er skólamyndahátíð, vottuð af CILECT, alþjóðlegum samtökum kvikmyndaskóla.
Myndin var upphaflega frumsýnd á síðustu RIFF hátíð og var einnig sýnd á Northern Wave og fleiri hátíðum.