„Eiðurinn“ sýnd í bandarískum bíóum

Baltasar Kormákur sem Finnur í Eiðinum.

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák var frumsýnd í 25 kvikmyndahúsum vítt og breitt um Bandaríkin s.l. föstudag 8. september. Dreifingaraðili er Gunpowder & Sky, en óhætt er að segja að þetta sé óvenju víðtæk bíódreifing þar í landi á íslenskri kvikmynd.

Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum verður Eiðurinn sýnd víða um heim frá og með haustinu.

Umsagnir um myndina hafa birst í fjölda miðla og hér að neðan eru tínd til nokkur dæmi. Smelltu á heiti viðkomandi miðils fyrir frekari upplýsingar.

FILM JOURNAL:

  • „Intense family drama“ 
  • „Less concerned with guns and cars than hearts and minds“ 

SAN DIEGO READER:

  • „Executed with uncommon elegance and emotional restraint“

SANTA FE NEW MEXICAN:

  • „Kormákur’s new work could legitimately be described as Nordic noir, with its sharply turned plot twists set against stunning Icelandic backdrops.“
  • „The Oath is hardly a throwaway. It comes recommended, especially if you’re a fan of strong action served with a shimmery chill.“

THE DETROIT NEWS: 

  • „Kormakur sets an icy tone“
  • „Compelling storytelling“

ROCHESTER CITY NEWSPAPER:

  • “Darkly compelling”

DALLAS FILM NOW:

  • “Nasty fun”
  • “Cold, calculated and thinking three steps ahead”

Hér má sjá samantekt Rotten Tomatoes um myndina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR