Lokað fyrir snemmbúna birtingu á „Out of Thin Air“ á Netflix, frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst

Rammi úr Out of Thin Air.

Heimildamyndin Out of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst. Í gær kom í ljós að myndin var fyrir mistök fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en búið er að loka fyrir birtingu. Hún verður opinberuð hjá streymisveitunni í lok september en áður, í byrjun septembermánaðar, verður hún sýnd á RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR