Væntanleg kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, hlaut í dag styrk frá Eurimages uppá tæpar 43 milljónir króna (€360.000).
Myndin hefur þegar fengið styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og tveimur frönskum sjóðum sem Klapptré greindi frá hér.
Tökur hefjast í júlí.
Sjá lista Eurimages hér.