Ung íslensk kvikmyndagerðarkona, Ugla Hauksdóttir, hlaut nú í vikunni verðlaun bandarísku leikstjórasamtakanna, The Directors Guild of America, sem besti kvenleikstjórinn í hópi leikstjórnarnema fyrir How Far She Went, útskriftarverkefni sitt frá kvikmyndadeild Columbia háskóla í New York.
Myndin fjallar um samband ömmu og barnabarnsins sem hún annast. Spenna er á milli þeirra og stúlkunni leiðist. Hún stingur því af að hitta stráka, sem reynast vafasamir einstaklingar, og amman grípur þá inn í atburðarásina með athyglisverðum afleiðingum.
Sjá nánar hér: DGA Announces Diverse Student Film Winners | Hollywood Reporter