spot_img

Benedikt Erlingsson og Dagur Kári hyggjast kvikmynda Egils sögu

Dagur Kári og Benedikt Erlingsson skrifa undir samning í Kaupinhafn.
Dagur Kári og Benedikt Erlingsson skrifa undir samning í Kaupinhafn.

Tveir Norðurlandameistarar í kvikmyndagerð (svo nefndir því báðir hafa hlotið Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndir sínar), þeir Benedikt Erlingsson og Dagur Kári Pétursson, hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og gera kvikmynd eftir sjálfri Egils sögu.

Benedikt tilkynnti um þetta á Facebook síðu sinni fyrir stundu, en þeir eru nú staddir í Kaupmannahöfn þar sem þeir skrifa undir samninga vegna verkefnisins.

Dagur Kári mun leikstýra og Benedikt skrifa handrit. Fyrirtæki Benedikts, Gulldrengurinn ehf., sem stýrt er af Önnu Lísu Björnsdóttur, mun framleiða.

Facebook færslu Benedikts má sjá hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR