Baltasar og spænskir framleiðendur undirbúa mynd um Baskavígin

RVK Studios Baltasars Kormáks hefur gert samframleiðslusamning við tvö spænsk framleiðslufyrirtæki um gerð kvikmyndar sem byggð er á hinum alræmdu Baskavígum á Vestfjörðum á 17. öld.

ScreenDaily greinir frá þessu.

Þar kemur meðal annars fram að spænsku fyrirtækin eru Euskadi Movie AIE og Tornasol Films, en það síðarnefnda framleiddi meðal annars hina Óskarstilnefndu The Secret in Their Eyes.

Verkefnið kallast Red Fjords og verður leikstýrt af baskneska leikstjóranum Koldo Serra.

Sjá nánar hér: San Sebastian: Kormákur, Spanish co-producers team for crime feature | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR